Tjarnarkirkja

Tjarnarkirkja, Mynd: Jóna Þórunn
Tjarnarkirkja, Mynd: Jóna Þórunn

Tjörn, Vatnsnes
531 Hvammstangi

Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.

Frá Tjörn er víðsýnt yfir Húnaflóa og til Stranda. Inn af Tjörn opnast mikill dalur sem teygir suður í Vatnsnesfjall. Klofnar hann í Þorgrímsstðadal og Katadal að austan. Jörðinni á Tjörn fylgja ýmiss hlunnindi s.s. reki og veiði.

Tjarnarkirkja (Vatnsnesi). (2010, 8. nóvember). Wikipedia, Frjálsa alfræðiritið. Sótt 8. nóvember 2010 kl. 19:57 UTC frá //is.wikipedia.org/w/index.php?title=Tjarnarkirkja_(Vatnsnesi)&oldid=961845.

Ljósmyndin er eftir Jónu Þórunni, og er skráð undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi.


Svæði

Map
Menu