Bjarg í Miðfirði

Bjarg í Miðfirði
Staðsetning: Í austanverðum Miðfirði um 10 km fyrir sunnan Laugarbakka.

Á Bjargi í Miðfirði fæddist Grettir sterki Ásmundarson árið 996 og hjá móður sinni og bræðrum átti hann ætíð athvarf þó hann væri lengstum ævi sinnar í útlegð. Saga hans er skráð í Grettis sögu sem rituð var á skinn á 15. öld. Á Bjargi eru ýmsar minjar um veru kappans m.a. nokkur Grettistök og þá er Grettisþúfa í túni þar sem höfuð Grettis liggur grafið. Á Bjargi hefur verið reistur minnisvarð um Ásdísi móður Grettis.Skemmtileg gönguleið er um Bjarg sem liggur upp í reit ofan við bæinn og er þar að finna m.a. tvö gríðarstór Grettistök.


Svæði

Map
Menu