Vatnsnes

Vatnsnes er grösugt og búsældarlegt nes fyrir miðjum Húnaflóa. Um 40 km langt og hæsti tindur þess er Þrælsfell í tæplega 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Blómleg byggð og mikið útræði var á öldum áður á Vatnsnesi, en við lok 20. aldar fór byggðinni hnignandi og bæir fóru í eyði. Mörg af bestu fjárbúum landsins eru á Vatnsnesi enda nesið grösugt og gott til beitar. Mikil sellátur eru víða á Vatnsnesi og mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Byggðir hafa verið upp selaskoðunarstaðir og ferðaþjónusta á nesinu hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Helstu áningastaðir á og við nesið, fyrir utan að sjálfsögðu Hvammstanga, eru Ánastaðastapar, Illugastaðir, Svalbarð, Hvítserkur og Borgarvirki. Hvammstangi er þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og stendur hann á vestanverðu nesinu um 6. km frá þjóðveginum.


Svæði

Map
Menu