Sta­ur Ý Hr˙tafir­i

Á Stað í Hrútafirði var viðkomustaður landspóstsins áður en vegur og bílaumferð komst á yfir Holtavörðuheiði og árið 1993 var reistur þar minnisvarði um landspóstana.Kirkja er á Stað.

Staðarskáli hefur verið rekinn á Staðarjörðinni um áratuga skeið og hefur hann ætíð verið einn aðal áningastaður ferðamanna sem leggja leið sína suður eða norður yfir Holtavörðuheiði. Nýr skáli var reistur árið 2008 og stendur hann á eyrunum vestan Hrútafjarðarár. Hótel er rekið á Staðarflöt og er það aðili að Ferðaþjónustu bænda.Sjá nánar á www.stadarskali.is.


SvŠ­i

Map
Menu